Friðrik Friðriksson er sjö diska maður þegar að er gáð. Giska drjúgt af manni sem þekktastur er fyrir það í byggðarlagi sínu að hafa starfað í Sparisjóði Svarfdæla áratugum saman. Reyndar eru þessi tengsl svo rík í hugum sveitunganna að hann er enn kallaður Frissi Spar á heimavelli tíu árum eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri og sjö árum eftir að Sparisjóður Svarfdæla var lagður niður. Lesa meira