Barónar, Uppsalabrauð og fleira gott úr eftirstríðsáraeldhúsinu

Staðlað

Kjöt, fiskur, súpur, grautar, bakkelsi, ábætisréttir og annað gott úr handskrifuðum kokkabókum systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga. Þær voru Kvennaskólapíur á Blönduósi á stríðsárunum og uppskriftirnar þeirra fengu nýtt líf í bókinni Uppskriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur sem Espólín forlag var að gefa út. Lesa meira

Fósturtré Sporsins fært í jólaskrúða við upphaf aðventu

Staðlað

Liðsmenn Sporsins risu árla úr rekkju að morgni fyrsta sunnudags jólaföstu og söfnuðust saman við gælutré hópsins í Heiðmörk til að færa það í jólaskrúðann.

Það hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2004 til að koma Mörkinni og gestum hennar í jólaskap með því að skreyta Dalvíkurtréð í skóginum á viðeigandi hátt. Lesa meira