„Rætur Teigabandsins eru í Teignum í Svarfaðardal. Þar höfum við lengi verið gangnamenn á haustin, elt ær og lömb á daginn en sungið og spilað á Búrfelli að göngum loknum. Hljómsveitin varð til fyrir fimmtán árum, kannski þau nálgist að vera tuttugu. Man það bara ekki. Fátt er skýrt í minningu gangnamanna, allra síst þeirra sem ganga í Teignum.“ Lesa meira