Úttektarheimsókn í matar- og textílmusterið Oddspart

Staðlað

Ólíkt hafast þau nú að afkvæmi Tona í fiskbúðinni. Á meðan Anna Dóra upplýsir um hórdóm, barnamorð, útburð, hjónaskilnaði, kindadráp, sauðaþjófnað og rán á bæjum í Miðfjarðardölum upp úr miðri nítjándu öld hamast bróðir Þórólfur Antonsson við að reisa matarmenningarmusteri í Oddsparti í Þykkvabæ ásamt Spúsu sinni Hrönn Vilhelmsdóttur. Gleymum ekki atvinnusmiðnum í sögunni og meðeiganda í ævintýrinu, Hauki Sigvalda. Lesa meira