Bíddu kátur, komdu í gær!

Staðlað

Jarðbúrar sunnan heiða spiluðu brús í stofu Álftalands í dag í tilefni jólahátíðar og létu ekki á sig fá þótt nokkrir spilarar hefðu orðið að boða forföll af ýmsum ástæðum. Brúsakademía afkomenda og viðhengja Ingibjargar og Halldórs á Jarðbrú er ekki virkasti félagsskapurinn á landinu en nógu líflegur samt til að viðhalda brúsmenningunni í fjölskylduarminum syðra og afla henni þar nýrra liðsmanna. Lesa meira