Jarðbúrar sunnan heiða spiluðu brús í stofu Álftalands í dag í tilefni jólahátíðar og létu ekki á sig fá þótt nokkrir spilarar hefðu orðið að boða forföll af ýmsum ástæðum. Brúsakademía afkomenda og viðhengja Ingibjargar og Halldórs á Jarðbrú er ekki virkasti félagsskapurinn á landinu en nógu líflegur samt til að viðhalda brúsmenningunni í fjölskylduarminum syðra og afla henni þar nýrra liðsmanna. Lesa meira
Mánuður: desember 2018
Nýskreytt Dalvíkurtré fagnar fullveldisafmæli
StaðlaðÞjóðin fagnar aldarafmæli fullveldisins og eitt tré í Heiðmerkurskógi tók daginn snemma og skrýddist jóladressi í tilefni upphafs aðventunnar. Gönguhópurinn Sporið – líknarfélag tók þetta tiltekna tré í fóstur á sínum tíma og hefur passað upp á það eftir mætti. Lesa meira