Fiskidagurinn litli og gulldrengir frá Dalvík

Staðlað

„Þið viljið rokk og ról frekar en harmóníku og ræla, enda eru Mick Jagger og Paul McCartney ykkar menn og jafnaldrar margra hér inni!“ sagði KK – Kristján Kristjánsson við heimilisfólk og gesti í troðfullum matsal hjúkrunarheimilisins Markar í dag í tilefni Fiskidagsins litla. Hann fór á kostum og fékk góðan hljómgrunn, ekkert síðri en Bubbi við Dalvíkurhöfn á laugardagskvöldið. Lesa meira