Félagsmenn og velunnarar Sporsins, líknarfélags og gönguklúbbs, puntuðu fósturtré Dalvíkur í rökkri morgunsins í tilefni af aðventubyrjun. Þar með er jólahald þessa hluta Suðursvarfdælinga formlega hafið.
Þetta er orðinn fastur liður í starfsemi Sporsins og raunar árleg tímamót hjá Reykjavíkurborg líka því borgarstjórinn montar sig stöðugt af vel skreyttu grenitré í lundi í Heiðmörk á jólaföstu en hafði árum saman ekki hugmynd um hvernig á því stæði að einmana grenitré breyttist skyndilega í jólatré á hverju ári en stæði svo berstrípað á ný eftir þrettánda dag jóla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ekki fyrr en upp rann sá dagur hjá Degi að hann las allt um málið á baksíðu, Morgunblaðsins. Davíð stóð sem sagt fréttavaktina, fyrrverandi borgarastjóri og fyrrverandi hitt og þetta.
Athöfnin var hefðbundin. Að skreytingu lokinni var heitt súkkulaði á borðum, smákökur og afskurður laufabrauðs frá Stínu Hríseyingi. Hún steikir laufabrauð oft í viku í aðdraganda jóla og byrjar snemma í nóvember.
Sóley Hríseyingur mætti líka í dag og þær Stína hentu nokkrum kúlum á Hríseyjarhrísluna sem er til hliðar í sama lundi, öll á hæðina. Hríseyjarhríslan átakanlega mjóslegin en vaxin Dalvíkurtrénu yfir topp. Hún tekur óeðlilega mikla næringu úr jarðveginum og stuðlar að því að Dalvíkurtréð er á köflum veiklulegt, sérstaklega á bakhliðinni.
Hrísey nærist á Akureyri og sýgur í sig orku það.
Hríseyjarhríslan nærist á jarðvegi Dalvíkurtrésins og lifir hálfgerðu sníkjulífi á kostnað granna síns.
Þetta samspil skilur meira að segja ekki Davíð, hvað á Dagur.