Jökull Bergmann troðfyllti Fjallakofann

Staðlað

Stjarna kvöldsins var Jökull Bergmann á Klængshóli. Gestgjafarnir gerðu ráð fyrir 80 gestum, kannski 100. Húsið troðfylltist svo gjörsamlega að ekki var tölu komið á mannskapinn. Engar voru heldur löggur á staðnum til að giska gáfulega á fjöldann eins og embætti lögreglu höfuðborgarsvæðisins reynir frekar af veikum mætti en getu í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn ár hvert.

Lesa meira

Hrönn og Þórólfur hafa selt Loka Laufeyjarson

Staðlað

Loki skiptir um eigendur um áramótin eftir að Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson seldu veitingahúsið virta og dáða núna í október. Þetta hlýtur að sæta umtalsverðum tíðindum meðal Sunnansvarfdælinga enda lítum við jafnan með stolti á Loka sem svarfdælskan stað í ljósi Dalvíkurróta Þórólfs. Lesa meira