Jóhanna Sigurðardóttir kemur formlega út úr skápum núna í jólabókaflóðinu. Það gera fuglar landsins líka – í bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring. Svo segir Hjöri alla vega.
Mánuður: nóvember 2017
Jökull Bergmann troðfyllti Fjallakofann
StaðlaðStjarna kvöldsins var Jökull Bergmann á Klængshóli. Gestgjafarnir gerðu ráð fyrir 80 gestum, kannski 100. Húsið troðfylltist svo gjörsamlega að ekki var tölu komið á mannskapinn. Engar voru heldur löggur á staðnum til að giska gáfulega á fjöldann eins og embætti lögreglu höfuðborgarsvæðisins reynir frekar af veikum mætti en getu í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn ár hvert.
Hrönn og Þórólfur hafa selt Loka Laufeyjarson
StaðlaðLoki skiptir um eigendur um áramótin eftir að Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson seldu veitingahúsið virta og dáða núna í október. Þetta hlýtur að sæta umtalsverðum tíðindum meðal Sunnansvarfdælinga enda lítum við jafnan með stolti á Loka sem svarfdælskan stað í ljósi Dalvíkurróta Þórólfs. Lesa meira