Allt að verða klárt í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík! Jarðbrúarsystkin fara yfir bókalagerinn og árita nokkrar strax til að flýta fyrir …
Bókin Svarfdælasýsl kemur út í kvöld og jafnframt er opnaður vefurinn Svarfdælasýsl forlag sf. Þar er hægt að panta bókina en þar eru líka albúm með myndum sem tilheyra tilteknum köflum bókarinnar.
Enn má nefna að hér á Svarfdælasýsli birtust í dag myndbönd frá því þegar útgefendur tóku við bókinni úr prentun í Garðabæ og myndbönd frá ættarmóti Göngustaðafólks á Húsabakka um verslunarmannahelgina.
Allt að gerast í Bergi, allt að gerast á Svarfdælasýsli …