Göngustaðaættin á Rimum – myndbönd

Staðlað

Ættarmót Göngustaðafólks á Húsabakka/Rimum um verslunarmannahelgina 2017 var hið fjölmennasta sem sögur fara af í héraðinu. Alls sátu 250 til borðs í Rimum kvöldi laugardags og þurfti að skrapa saman borðbúnað á Dalvík til að allir hefðu mataramboð þegar lager eldhúss félagsheimilisins þraut við undirbúning veislunnar.

Hér eru tveir myndbandsbútar frá ættarmótinu. Í þeim fyrri er brugðið upp svipmyndum af minningarstund í Tjarnarkirkjugarði og gönguferð þaðan yfir í trjáreitinn í Hánefsstöðum um nýja og glæsilega göngubrú sem Hjörleifur Hjartarson óskilahundur hafði mestan veg og vanda af. Mjög var við hæfi að einmitt Hjörleifur var leiðsögumaður í gönguferðinni.

Því miður skemmdi hífandi rok svo mjög hljóðupptökuna að hér verður aðeins birt agnarbrot af eftirminnilegum minningarorðum Kristins G. Jóhannssonar um Göngustaðahjónin Ósk Pálsdóttur og Sigurð Einar Jónsson sem jarðsett voru á Tjörn, hvernig svo sem á því stendur að þau hvíla þar en ekki á Urðum.

Í síðari myndbandinu er upptaka af ræðu Óskars Þórs Halldórssonar, söguritara Göngustaðaættarinnar, í veislunni miklu á Rimum.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s