Sögukorn um ættleidda súpu frá Tælandi, endurfædda í svarfdælskri mynd á Völlum

Staðlað

Gestir Fiskidagsins mikla, sem á annað borð rata að súpupotti Vallabænda & Nings við Dalvíkurhöfn og smakka, koma aftur og aftur. Enn á ný á næsta ári og svo því þarnæsta. Níu hundruð lítrar kláruðust í ár hálftíma áður en dagskránni á hafnarsvæðinu lauk. Það segir sína sögu. Lesa meira