Tíminn stendur í stað hjá árgangi 1950 í Dalvíkurskóla

Staðlað

Gaman bæði og alvara á Karlsá utan Dalvíkur þegar hittist hópur fólks sem átti það sameiginlegt að hafa skotist í heiminn á því herrans ári 1950, fermast og feta saman menntaveg í Dalvíkurskóla. Einn bekkjarfélaginn lést 2005 og hans var minnst sérstaklega.

Heimsókn í Karlsá er kapítuli út af fyrir sig, svo glæsilega hefur þetta hús verið endurgert á allan hátt. Það er rekið sem hluti af útgerð fjallaskíðamennsku á Klængshóli í Skíðadal. Og þar í eldhúsinu ræður ríkjum sjálfur Júlíus Júlíusson fjöllistamaður og Fiskidagsstjóri. Þennan sunnudag sáu þau Gréta Arngrímsdóttir um miðdegissnarl og kvöldverð fyrir árganginn 1950 lítt eða ekkert sofin eftir að hafa annast stórbrotna brúðkaupsveislu Guðrúnar Önnu Óskarsdóttur og Sveins Torfasonar í samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal. Vertarnir á Karlsá klikkuðu hvergi frekar en fyrri daginn.

Þarna komu saman

  • Auður Jónsdóttir,
  • Dísa Bomma
  • Ella Hanna
  • Ella Rósa
  • Filippía frá Sigurhæðum
  • Friðrik Sigurðsson
  • Geiri Steina Kidda
  • Gulli Ara
  • Ingibjörg Marínósdóttir – Imma
  • Jói Bjarna
  • Jón í Grímsnesi
  • María Steingríms á Vegamótum
  • Pétur Jóhannsson – Pési á Bessastöðum
  • Sigríður Harðardóttir
  • Sigrún Óskarsdóttir
  • Stella Bára Hauksdóttir

Friðrik Sigurðsson fluttist frá Dalvík árið 1962 og var hvorki með hópnum síðustu tvo vetur í skólanum né fermdist með jafnöldrum sínum 1964. Hann fór til Akureyrar, hefur búið um árabil í Hveragerði en er í þann veginn að flytja til Akraness. Hann  hitti þarna flesta fyrrum skólafélaga sína í fyrsta sinn frá því leiðir skildu 1962.

Gunnþór Ægisson var í ’50 árgangi Dalvíkinga. Hann lést úr krabbameini í júlí 2005. Einn liður í endurfundasamkomunni á dögunum var að fara í kirkjugarðinn á Dalvík til að heiðra minningu Gunnþórs.

Sýslarinn var fluga á vegg á Karlsá, ráðinn sem sérlegur verktaki Geira Þorsteins til að ljósmynda samkvæmið svo Ástralíubúinn frá Dalvík hefði eitthvað handfast til að styðjast við þegar hann reyndi að rifja upp Íslandsferðina og segja frá henni á ölknæpum hinum megin á hnettinum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s