Hjörleifur Sveinbjörnsson og Guðni Berg Einarsson eru heimsmeistarar í brússpili árið 2017 og voru krýndir með viðhöfn á Rimum í Svarfaðardal að kveldi 24. mars. Amma beggja, Þorgerður, hlaut klórningarverðlaun.
Vel að merkja: hvar er svokallað kynslóðabil í svarfdælskri byggð? Það er ekki til, alla vega ekki í brússpili!
Svarfaðardalur er nafli alheimsins í brús, vagga spilsins, vettvangur uppvaxtar þess og lífsreynslu á alla kanta.
Embættismaður frá Svarfdælasýsli var fluga á vegg á heimsmeistaramótinu (vopnaður myndavél).