Heimsmeistarar krýndir á Rimum

Staðlað

Hjörleifur Sveinbjörnsson og Guðni Berg Einarsson eru heimsmeistarar í brússpili árið 2017 og voru krýndir með viðhöfn á Rimum í Svarfaðardal að kveldi 24. mars. Amma beggja, Þorgerður, hlaut klórningarverðlaun.

Vel að merkja: hvar er svokallað kynslóðabil í svarfdælskri byggð? Það er ekki til, alla vega ekki í brússpili!

Svarfaðardalur er nafli alheimsins í brús, vagga spilsins, vettvangur uppvaxtar þess og lífsreynslu á alla kanta.

Embættismaður frá Svarfdælasýsli var fluga á vegg á heimsmeistaramótinu (vopnaður myndavél).

Lesa meira

Ása Dóra staðarhaldari á Húsabakka

Staðlað
snapchat-1035021978

Gróðursælt er á Húsabakka en kannski ekki alveg svona … Ása Dóra var í Chile í vetur og þar var myndin tekin.

Ása Dóra Finnbogadóttir, eigandi Syðra-Holts í Svarfaðardal, er nýr staðarhaldari á Húsabakka og hefur tekið til starfa við að sjá um ferðaþjónustu þar. Fyrstu gestir eru væntanlegir 8. mars en stefnt er að því að hefja starfsemina formlega í byrjun júnímánaðar.
Lesa meira