Hinsta kveðja til Júlíusar Dan

Staðlað

Menn eiga ekki að fresta því til morguns sem þeir geta gert í dag. Ég hringdi í Júlíus frá Syðra-Garðshorni á afmælisdaginn hans, 6. janúar, en fékk ekki svar. Dagar liðu. Fimmtudaginn 20. janúar vildi ég hrista af mér slenið, keypti sex þorraölsflöskur frá Árskógssandi, settist við eldhúsborðið og leitaði að númeri Júlíusar í símanum mínum. Ég vildi boða komu mína í Seljahlíð þá síðdegis. Á sama andartaki sendi tölvan mín skilaboð um nýjan tölvupóst: Júlíus hafði kvatt þennan heim þá um morguninn. Lesa meira