Tréverksmaður varð andfætlingur í kengúrulandi

Staðlað

Hann smíðaði á Dalvík, virkjaði Lagarfljót, keyrði flutningabíla hér og þar á landinu og fór á vertíð á Snæfellsnesi. Á Grundarfirði var myndarleg og blíð Ástralíudama í fiskvinnu. Örlög Dalvíkings réðust á stundinni. Geiri Steina Kidda og Vicki gengu í heilagt hjónaband, hafa búið í Ástralíu samfellt frá 1982 og eignast tvö börn. Þau heilsa upp á ættingja og vini á Íslandi sumarið 2017.

Lesa meira

Þétt staðinn Svarfaðardalur í veislu Sigríðar á Tjörn

Staðlað

Fjölmenni fagnaði Sigríði á Tjörn níræðri í dag, 5. febrúar, í tilefni níræðisafmælis hennar 19. janúar 2017. Efnt var til mannfagnaðarins hjá Imbu frá Tjörn og Ragnars í grennd við höfnina. Íbúðin þeirra er reyndar svo nálægt veitingahúsinu Sægreifanum að næstum því er hægt að taka við signum fiski eða skötu þaðan á diski með því einu að teygja sig út um gluggann. Lesa meira

Hinsta kveðja til Júlíusar Dan

Staðlað

Menn eiga ekki að fresta því til morguns sem þeir geta gert í dag. Ég hringdi í Júlíus frá Syðra-Garðshorni á afmælisdaginn hans, 6. janúar, en fékk ekki svar. Dagar liðu. Fimmtudaginn 20. janúar vildi ég hrista af mér slenið, keypti sex þorraölsflöskur frá Árskógssandi, settist við eldhúsborðið og leitaði að númeri Júlíusar í símanum mínum. Ég vildi boða komu mína í Seljahlíð þá síðdegis. Á sama andartaki sendi tölvan mín skilaboð um nýjan tölvupóst: Júlíus hafði kvatt þennan heim þá um morguninn. Lesa meira