Norðurslóðaævintýri Arngríms frá Göngustöðum

Staðlað

Setrið Norðurslóð við Strandgötu á Akureyri er ævintýri sem mun draga að sér gesti langt að og vekja eftirtekt og umtal. Bandarísk hjón kvöddu þar dyra fyrir helgi og fengu að heyra að ekki væri búið að opna almenningi aðgang en þau fengu samt leyfi til að kíkja inn fyrir þröskuldinn og skoða. Þau fóru þremur klukkustundum síðar, himinlifandi. Það segir sína sögu. Lesa meira

Gangan á Vegi heilags Jakobs endaði í Syðra-Holti

Staðlað

Nýr eigandi Syðra-Holts í Svarfaðardal hefur upplifað margt sætt um dagana en ýmislegt súrt líka og sumt afar sárt. Ása Dóra Finnbogadóttir gekk nær 800 kílómetra á Spáni í október og nóvember, fetaði í fótspor pílagríma og glímdi við sorgina eftir að hafa misst eiginmann sinn í sjóslysi sumarið 2015. Örlögin höguðu því svo til að hún dvaldi núna um jól og áramót í Suður-Ameríku og fór þangað beint frá því að kaupa Syðra-Holt. Hún lítur björtum augum til nýrra tíma. Ljósmynd: Jose Besoain Narvaez. Lesa meira