Svarfdælasaga Árna Daníels

Staðlað

arni2wGóðum og áhugaverðum bókum fylgir jafnan að erfitt eða ómögulegt er að leggja þær frá sér fyrr en lesnar til loka. Og jafnvel blasir þá við að byrja aftur á byrjuninni og fara hægar yfir. Þetta á við um Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals, nýtt sagnfræðiverk eftir Árna Daníel Júlíusson frá Syðra-Garðshorni – að vísu flaggar hann Landbúnaðarsögunni sinni á myndinni!

adjHann fékk forðum í hendur drög Kristjáns Eldjárns að miðaldasögu Svarfdæla og spann þann þráð áfram í ljósi nýjustu rannsókna og eigin þekkingar.

Árni Daníel sýndi vel hvers hann er megnugur í fræðunum í Landbúnaðarsögu Íslands, því mikla ritverki sem kom út 2013. Hann skrifaði fyrstu tvö bindin af alls fjórum og fjallar þar um sögu íslensks bændasamfélags frá upphafi á 9. öld fram á 21. öldina. Styrkur verksins í heild liggur fyrst og fremst í fyrri bindunum tveimur, með fullri virðingu fyrir öllu og öllum. Þess njóta líka lesendur nýju Svarfdælasögunnar.

Árni Daníel lyftir sér aftur og aftur upp úr dalnum, ber saman og tengir við önnur héruð á Íslandi eða horfir til útlanda eftir samanburði eða tengingum. Hann hefur þessa miklu yfirsýn sem gefur verkinu mikið gildi og honum er lagið að skrifa aðgengilega um fræðilegt efni, rétt eins og Kristjáni Eldjárn. Bókin er læsileg og skilur mikið eftir sig af nýrri vitneskju og ýmsu til að hugsa um og pæla í.

Þarna er fjallað um andlega og veraldlega höfðingja, smælingja og kotbændur og allt þar á milli. Höfuðbólin Vellir og Urðir koma auðvitað mjög við sögu og höfundur veltir fyrir sér þeirri staðreynd að um Svarfaðardal lágu um hríð helstu þræðir æðstu valda á Íslandi. Þar bjó á 14. öld Þorsteinn Eyjólfsson, lögmaður og hirðstjóri, einn helsti valdamaður landsins, á Urðum með tugi kúa og á annað hundrað fjár. Höfðingjar þurftu mannskap með sér í liði til að verja eigur sínar og láta vopnin tala af þurfa þótti. Árni Daníel segir að Urðir og Vellir hafi því verið eins konar herstöðvar í sveitinni!

Afar forvitnilegt er að lesa um hvernig þekktustu drepsóttir léku Svarfdælinga. Stórabóla á árunum 1707-1709 virðist til dæmis hafa valdið mun meira mannfalli á Vestfjörðum en í Eyjafirði, þar á meðal í Svarfaðardal.

Í svartadauða á 14. öld var mannfall í Eyjafirði hins vegar miklu meira hlutfallslega en í stórubólu. Allt að helmingur bújarða í héraðinu lagðist í eyði og Árni Daníel færir rök fyrir að byggð í Svarfaðardal hafi ekki náð sér fyrr en löngu, löngu síðar eða ekki fyrr komið komið var fram á 17. öld.

Mikill fengur er að bók sagnfræðingsins frá Syðra-Garðshorni. Hún er sögulegt jarðsamband við Dalinn.

  • eldjarnSvo bar við að samtímis þessari bók var endurútgefið í þriðja sinn stórvirki dr. Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, sem kom fyrst út 1956 og var að stofni til doktorsritgerð Kristjáns. Adolf Friðriksson ritstýrði, skrifaði viðbætur og jók við upplýsingum og síðari tíma vitneskju.
  • Það á afskaplega vel við að lesa Miðaldir í skugga Svarfaðardals og Kuml og haugfé í beit. Þau pússlast nefnilega svo skemmtilega saman verkin sveitunganna tveggja. Svo verður að segjast að bækurnar eru báðar vandaðir prentgripir.
  • Kuml og haugfé er hreinlega andlitsfríð og aðlaðandi bók.
kirkjur

Fjöldi ljósmynda og skýringarmynda eru í Svarfdælasögu Árna Daníels, þar á meðal þessi. Engu var logið upp á Svarfdælinga. Kristnihaldið var í meira að segja  góðu meðallagi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s