Stjarnanna fjöld og meira jólanammi

Staðlað

Jólaskapið sveif á gesti Fríkirkjunnar í kvöld á árlegum hátíðartónleikum Kristjönu Arngríms og áhafnar hennar á söngskútunni. Nú geta jólin komið og farið aftur þegar þau hafa gegnt göfugu hlutverki sínu.Jólatónleikar Kristjönu eru á margan hátt hefðbundnir eins og sjálft jólin en að sumu leyti ekki. Það eru til dæmis ekki endilega sama fólkið og sama hljóðfæraskipan í áhöfninni hennar frá ári til árs, sem er bara gott. Í kvöld var Karl Olgeirsson munstraður á skútuna í fyrsta sinn og setti mjög svip og handbragð á flutninginn með leik sínum á flygil og orgel.

Aðrir í þrenningu hljóðfæraleikara voru Örn Eldjárn á gítar og Jón Rafnsson á bassa. Þessi þrenning er að vísu ekki heilög en skotheld, fáguð og flott. Betri áhöfn fær Kristjana tæplega með sér og gestir í kvöld væru ábyggilega reiðubúnir að sjá og heyra sama lið í Fríkirkjunni að ári en því ræður auðvitað dívan á Tjörn en ekki Svarfdælasýsl.

Frumsamda efnið situr sterkt í minningunni, lög og textar eftir Ösp og Örn Eldjárn frá Brother Grass-tímanum og nýrra, textar eftir Kristján, pabba þeirra á Tjörn, og svo auðvitað það sem Kristjana hefur samið. Þar fer fremst titillag disksins hennar rá 2015, Stjarnanna fjöld, sem er strax orðin jólaklassík.

Margt má segja um söng Kristjönu og Aspar. Þær voru hrifu gesti með sér í kvöld. Ösp starfar í Lundúnum, kemur heim annað slagið og syngur og jafnan komin fetinu framar í flutningi og tónlistarsköpun en í síðustu heimsókn. Hún gefur út sólódisk í marsmánuði 2017 eða þar um bil. Spennandi verður að hlýða á hann.

Eftirskrift:

xl_artist_420_20161208055227_d9e1bf7cÓhjákvæmilegt er á þessum vettvangi að vekja sérstaka athygli á glænýjum diski með Helenu Eyjólfsdóttur, þeirri einu og sönnu, sem tveir úr jólaáhöfn Kristjönu í Fríkirkjunni hafa mikið með að gera. Jón Rafnsson (JR music ehf.) gefur diskinn út og Karl Olgeirsson stjórnaði upptökum sumarið 2016. Helena flytur þarna nýtt efni og syngur meðal annars dúett með Þorvaldi Halldórssyni. Þarf að segja eitthvað meira?

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s