Leiðin frá Tjörn um Þjóðminjasafnið að Bessastöðum

Staðlað
img_0828

Þór Magnússon

„Við gistum í Fornahvammi á suðurleið en að morgni dags vildi Kristján ekki halda áfram för fyrr en hann hefði farið með bónda til gegninga í fjárhúsin,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður þegar hann brá upp eftirminnilegri og á köflum nærgöngulli nærmynd af Kristjáni Eldjárn. Tilefni samkomu í Þjóðminjasafninu var að liðin er nákvæmlega öld frá fæðingu drengsins á Tjörn sem síðar varð forseti Íslands.

Lesa meira