Sagan af skipsklukkunni á Bjarma II

Staðlað

img_1058„Ég fékk fyrir skömmu ljósmynd og meðfylgjandi ábendingu um mann í Keflavík sem ætti skipsklukkuna frá Bjarma II EA-110, sem reyndist rétt vera. Ég setti mig í samband við hann og fékk gripinn til eignar, 15 kílóa koparhlunk með mikla sögu. Vonandi verður stofnaður vísir að sjóminjasafni á Dalvík og þá skal ég glaður gefa klukkuna sem fyrsta safngripinn!“ segir Haukur Sigvaldason, smiður og einn af aðstandendum heimildarmyndarinnar Brotsins. Lesa meira

Svarfdælasaga Árna Daníels

Staðlað

arni2wGóðum og áhugaverðum bókum fylgir jafnan að erfitt eða ómögulegt er að leggja þær frá sér fyrr en lesnar til loka. Og jafnvel blasir þá við að byrja aftur á byrjuninni og fara hægar yfir. Þetta á við um Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals, nýtt sagnfræðiverk eftir Árna Daníel Júlíusson frá Syðra-Garðshorni – að vísu flaggar hann Landbúnaðarsögunni sinni á myndinni! Lesa meira

Skíðdælskt handverk við Elliðavatn

Staðlað
img_0884

Oddný lengst til vinstri, Andrína og Steinunn Aldís.

Fyrstu kynni af jólamarkaði við Elliðavatn reyndust vera afskaplega góð. Meiningin var að ná sér í jólatré skjótlega og auðveldlega en svo kom á daginn að þarna var blómlegt mannlíf og blómlegt viðskiptalíf handverksfólks, meira að segja átti Skíðadalur fulltrúa sinn þar í hópi. Lesa meira

Leiðin frá Tjörn um Þjóðminjasafnið að Bessastöðum

Staðlað
img_0828

Þór Magnússon

„Við gistum í Fornahvammi á suðurleið en að morgni dags vildi Kristján ekki halda áfram för fyrr en hann hefði farið með bónda til gegninga í fjárhúsin,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður þegar hann brá upp eftirminnilegri og á köflum nærgöngulli nærmynd af Kristjáni Eldjárn. Tilefni samkomu í Þjóðminjasafninu var að liðin er nákvæmlega öld frá fæðingu drengsins á Tjörn sem síðar varð forseti Íslands.

Lesa meira