Sporsins vegna mega jólin koma

Staðlað

img_0627Hefðir eru til að halda í þær. Fyrst á annað borð stefndi í að kæmu jól var við hæfi að koma Dalvíkurgreninu í Heiðmörk í jólabúning og gönguklúbbnum Sporinu í jólaskap.

Það gerðist í dag og nú hefur göngufólk í Heiðmörk morgunverkið til að dást að um helgina.

Út af fyrir sig er einfalt að klæða tré í jólagalla, alla vega innan dyra. Utan dyra og í frosti er það ögn snúnara, jafnvel snúnara en að mynda ríkisstjórn umboðslaust og í frígír. Enda er líka þægileg innivinna og sumt fólk sem að stjórnarmyndun hefur komið er ekki líklegt til stórræða við jólaundirbúning, hvað þá meira.

Hjá Sporinu er toppskreyting tveggja mannhæða hás trés mesta áskorunin og flokkast sem jafngildi vel borgaðrar félagsráðgjafar.

Vel viðrar núna til skreytinga í griðlandi rjúpu, göngufólks og trjágróðurs í Heiðmörk. Heilsufarið er annað málþ Eitthvað hrjáir vinatré Dalvíkinga. Það er laslegt og ræfilslegt og hefur verið um hríð. Granni þess, Hríseyjarhríslan, gengur á lagið og vex sem aldrei fyrr. Hún er orðin hærri en Dalvíkurgrenið, mjóslegin reyndar og öll á lengdina en samt hreystin uppmáluð.

Frostið beit umtalsvert í morgun. Þá var gott að fá sér af kakóinu sem Þórólfur Lokaforstjóri bar í liðið. Og svo kom Stína Hríseyingur með hlaða af laufabrauði og lagði á borð – sem vel að merkja hafði verið sett þétt upp að Hríseyjarhríslunni. Það voru enda  tveir Hríseyingar á vettvangi og verður að segjast að hlutur nýlendu Akureyrar á Eyjafirði var óvenju ríflegur að þessu sinni, sem fyrirgefst. Laufabrauðið var svo gott.

Dalvíkurtréð fékk samt allt skrautið á sig. Hverja kúlu og hvern einasta jólakarl + borða í toppinn. Ætli hafi verið eitrað fyrir trénu líkt og Árna Johnsen forðum.

Hvað um það. Jólin koma fyrr en síðar. Skili þau sér hins vegar seint og illa er ekki við Sporið að sakast. Sá félagsskapur er kominn í hátíðarskap og tjálundur hans sömuleiðis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s