Brotið frumsýnt í Bíó Paradís

Staðlað

Grátur, hlátur og allt þar á milli. Það reyndi mjög á allan tilfinningaskalann í Bíó Paradís í kvöld á Reykjavíkurfrumsýningu Brotsins, heimildarmyndar um sjóslysin á Eyjafirði í dymbilvikunni 1963.

Umsagnir gesta að sýningu lokinni voru í ætt við viðbrögð á sýningum á Dalvík og í Ólafsfirði í sumar og haust: áhrifamikið, átakanlegt, upplýsandi og þakkarvert framtak.

Allt satt og rétt.

Fullt hús á sýningunni í Bíó Paradís og mjög svarfdælskt/dalvískt yfirbragð þegar yfir salinn var litið skömmu áður en myrkur skall á og sýningarvélin var ræst.

Eðlilegt í alla staði.

Að sýningu lokinni var slegið upp frumsýningarveislu sem liðið í Hollywood hefði verið fullsæmt af: ánægðir gestir, Kaldi frá Árskógsströnd og góðmeti frá Kökuhorninu, brauðhúsinu vinsæla sem Jarðbrúarbræður hinir síðari (og skárri, segja sveitungar) halda úti í Kópavogi.

Káin tvö fara afar vel saman: Kaldi + Kökuhornið. Munið það.

Alla vegar varð reyndin sú í kvöld að þeir sem komust á bragðið sýndu ekki á sér fararsnið fyrr en löngu eftir að lokið var sýningu á útlendri ástar/hatursmynd sem fór að rúlla eftir að Brotinu lauk.

Þegar áhorfendur ástar/hatursdramaðs stauluðust út úr rökkrinu voru þaulsætnustu aðdáendur Brotsins enn í anddyri Bíós Paradísar að ræða málin og sýndu ekki á sér umtalsvert fararsnið.

Þessi staðreynd sýnir og sannar að sterkt félagslegt lím er í Brotinu, Kalda og Kökuhorninu þegar slík stórveldi menningar og matvæla rugla saman reitum í svarfdælsku samkvæmi. Gáum að því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s