Hrifnir gestir á Brotinu í Tjarnarborg

Staðlað

img_7359Mörg litrík og sterk lýsingarorð féllu í ummælum gesta á tveimur sýningum á Brotinu á Ólafsfirði, laugardaginn 24. september 2016. Flestir gestir í félagsheimilinu Tjarnarborg voru heimafólk en þarna voru líka Siglfirðingar, Dalvíkingar, Svarfdælingar, Akureyringar og meira að segja voru dæmi um að Húsvíkingar gerðu sér ferð alla leið til Ólafsfjarðar til að horfa á heimildarmyndina um sjóslysin miklu við Norðurland í dymbilvikunni 1963. Lesa meira