Herra Rokk, forsetahjón og senuþjófur í Ásvegi

Staðlað

IMG_6352web

Hver er maðurinn? var spurt þegar Morgunblaðið birti mynd að morgni Fiskidagsins mikla, 6. ágúst 2016, af forsetahjónunum í Ásvegi á Dalvík og með þeim trallandi gítarista í landsliðstreyju.

Fátt um svör þá en nú skal upplýst að þarna fór ekki neinn gítargutlari heldur alvöru músíkant og það svo mjög að síðasta lagið, sem Rúnar Júlíusson, sjálfur herra Rokk, hljóðritaði á ævinni, var einmitt eftir Elmar Sindra Eiríksson.

Lesa meira