Kristján Eldjárn á pólitískri skjálftavakt á forsetaferlinum

Staðlað

IMG_2598„Enginn forseti lýðveldisins hefur glímt við eins mikil vandamál á vettvangi stjórnmálanna og Kristján Eldjárn. Örlögin voru betri við okkur hina forsetana. Aðeins ein ríkisstjórn á tólf ára forsetaferli hans féll ekki á kjörtímabilinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi á mögnuðu málþingi í Bergi á Dalvík í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu Kristjáns Eldjárns forseta. Fjölmenni sótti samkomuna sem Svanfríður Jónasdóttir stýrði vel og röggsamlega. Lesa meira