Lyftusali af Böggvistaðakyni

Staðlað
IMG_1800

Helgi Skúli í sjónvarpsviðtali á sýningarbásnum. Allt að gerast …

Stigi sem breyttist í lyftu fyrir hjólastóla og svo aftur í stiga var trúlega sá sýningargripur í Laugardalshöll sem fangaði athygli flestra gesta.

Hið Böggvistaðaættaða fyrirtæki Íslandslyftur flytur inn þessar pallalyftur/stiga frá Danmörku og kynnti í fyrsta sinn á sýningunni Verk & vit í Laugardalshöll.

IMG_1794

Frændur af Böggvistaðaætt: Helgi Skúli og Haukur Sigvaldason. Aðalsteinn afi Helga var móðurbróðir Hauks.

Helgi Skúli Helgason, eigandi og sölustjóri Íslandslyfta, er af Böggvistaðaætt. Elsa móðir hans og Þorsteinn Már Aðalsteinsbörn Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík eru systkin.

Helgi Skúli er rafvirki að mennt og sérhæfði sig í lyftufræðum, fyrst í þjónustu Bræðranna Ormsson en stofnaði síðan eigið fyrirtæki, Íslandslyftur. Hann selur lyftur af öllu tagi í hús og annast viðgerðir og þjónustu. Hjá Íslandslyftum eru tólf starfsmenn, þar af eru tíu lyftusérfræðingar með víðtæka reynslu og menntun, svo sem rafvirkjar og vélfræðingar.

Helgi Skúli brosti breitt í sýningarbásnum sínum á Verk & vit, þegar Sýslið bar að garði, og hafði heldur betur efni á því. Þar var gestkvæmt allan tímann. Stanslaust fjör.

„Hér er ótrúlegur erill og fyrsta fyrirspurnin um Flexstep (nýju pallalyftuna/stigann) barst strax eftir að sýningin var formlega opnuð. Flexstep lyftan vekur ótrúlega athygli. Þeir skipta þúsundum gestirnir sem hafa horft á hvernig tækið virkar og margir segja: Þetta er nákvæmlega það sem mig vantar. Þið leysið vandann! Einn sagðist ætla að kaupa tvær svona lyftur,“ sagði Helgi Skúli.

Orð lyftumanns af Böggvistaðaætt voru staðfest þá stund sem Sýslið staldraði við. Flexstep lyftan vakti áberandi mikla athygli, enda ekki undarlegt. Svona hafa menn ekki séð fyrr hérlendis, hvað þá prófað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s