Kristján Eldjárn á pólitískri skjálftavakt á forsetaferlinum

Staðlað

IMG_2598„Enginn forseti lýðveldisins hefur glímt við eins mikil vandamál á vettvangi stjórnmálanna og Kristján Eldjárn. Örlögin voru betri við okkur hina forsetana. Aðeins ein ríkisstjórn á tólf ára forsetaferli hans féll ekki á kjörtímabilinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi á mögnuðu málþingi í Bergi á Dalvík í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu Kristjáns Eldjárns forseta. Fjölmenni sótti samkomuna sem Svanfríður Jónasdóttir stýrði vel og röggsamlega. Lesa meira

Guðsorð, Kristjánspungar og Bragakaffi

Staðlað

IMG_2800Hátt í þrjú hundruð manns komu saman í Bústaðakirkju í dag og sóttu árlega Akureyrarmessu. Göngustaðaættin svarfdælska setti samt sinn svip á athöfnina: Ingi Jóhannsson flutti blessunarorð í upphafi, Davíð bróðir hans var í undirbúningsnefnd og þriðji bróðirinn, Kristinn G., teiknaði forsíðumynd sálmaskrárinnar. Lesa meira

Lyftusali af Böggvistaðakyni

Staðlað
IMG_1800

Helgi Skúli í sjónvarpsviðtali á sýningarbásnum. Allt að gerast …

Stigi sem breyttist í lyftu fyrir hjólastóla og svo aftur í stiga var trúlega sá sýningargripur í Laugardalshöll sem fangaði athygli flestra gesta.

Hið Böggvistaðaættaða fyrirtæki Íslandslyftur flytur inn þessar pallalyftur/stiga frá Danmörku og kynnti í fyrsta sinn á sýningunni Verk & vit í Laugardalshöll. Lesa meira

Taðfellingartankur frá Sæplasti er málið

Staðlað

IMG_1742Taðfellingar …. hvað? Von að spurt sé. Taðfellingartankur er leynivopn Sæplasts á Dalvík og mjög útbreitt tækniundur í Kópavogi, af öllum stöðum. Að vísu neðanjarðar og í hesthúsahverfinu en samt.

Einhvern veginn dæmigert að í bæjarfélaginu sem gerði indversku prinsessuna Leoncie að bæjarlistamanni skuli taðfellingartankur vera útbreitt hjálpartæki hestalífsins. Lesa meira