Mikið blót en lítið ragn á Rimum

Staðlað

Þorrablót Svarfdælinga, laugardagskvöldið 30. janúar 2016, var afar vel heppnað og skemmtilegt. Besta blót um árabil, sögðu þeir sem tóku stórt upp í sig. Víst er í það minnsta að engum leiddist svo merkjanlegt væri, eins og ásjónur gesta benda til í meðfylgjandi myndasafni.

Þetta var samt hefðbundið að mestu leyti. Sölvi á Hreiðarsstöðum las mönnum pistilinn í fréttaannál liðins árs. Í leiknum atriðum í myndböndum og í á sviði var Soffi á Hrafnsstöðum senuþjófur kvöldsins.

Baltasar Kormákur þyrfti ekki að hugsa sig lengi um í leikaravali í næstu verkefni ef myndbönd þorrablótsnefndar ræki á fjörur kvikmyndaleikstjórans umsvifamikla. Soffi brá sér í hlutverk bónda á dráttarvél með sofandi gangnamann í eftirdragi á kerru, lögregluþjóna við skyldustörf og skeggjaðs Litháa í hjónarúmi. Öllu skilað með sóma og glans við verðskuldaðan fögnuð í sal.

Kristján á Tjörn var röggsamur veislustjóri og söngstjóri. Svo flutti hann óborganlegan brag um þorrablótsnefndina eftir Einar Hafliðason á Urðum. Það kunnu gestir vel að meta.

Búningar nefndarmanna og skreytingar í salnum vísuðu sterklega til þess atburðar sem hæst bar í fréttaflutningi af svarfdælskum málum á árinu 2015. Lögreglan réðst þá til atlögu og stöðvaði kannabisræktun og klórblönduframleiðslu á Hæringsstöðum. Þessum viðburði var að sjálfsögðu gerð rækileg skil í annálnum og í leiknu atriði á sviðinu.

Stemningu er ómögulegt að vísa af neinu viti. Myndir segja það sem segja þarf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s