Þorrablót Svarfdælinga, laugardagskvöldið 30. janúar 2016, var afar vel heppnað og skemmtilegt. Besta blót um árabil, sögðu þeir sem tóku stórt upp í sig. Víst er í það minnsta að engum leiddist svo merkjanlegt væri, eins og ásjónur gesta benda til í meðfylgjandi myndasafni. Lesa meira
Mánuður: janúar 2016
Tæknifræðingur og smiður með rætur á Hreiðarsstöðum
StaðlaðHann þekkist ekki nema sem Guðjón á vinnustaðnum sínum í Reykjavík en Svarfdælingar þekkja hann ekki nema sem Hreiðar. Guðjón Hreiðar Árnason var uppalinn á Hreiðarsstöðum en flutti úr dalnum þegar jörðin var seld um 1970 og býr og starfar í höfuðborginni.
Sunnudagskaffi með Sigurlaugu á Húsabakka
StaðlaðHún fæddist á Ísafirði, ólst upp á Siglufirði og Akureyri, bjó eftir það í Hafnarfirði, á Flúðum, í Svarfaðardal, Þorlákshöfn og á Blönduósi.
Nú býr Sigurlaug Arndal Stefánsdóttir í Kópavogi og hefur úr nógu að velja þegar spurt er á förnum vegi: Hvaðan ertu?
Svar: Akureyringur. Lesa meira
Dekurtré Dalvíkinga afskrýtt jóladressi
StaðlaðJólahátíð á Íslandi var formlega slitið í morgun þegar Dalvíkurtréð í Heiðmörk var fært úr skrúðanum. Nú er það aftur orðið hvunndagstré í skóginum. Íslendingar hafa nú vanist því að jólin komi og fari með skrautinu á dekurtré Heiðmerkur. Huggun harmi gegn er að jólin koma aftur, oftast nær. Lesa meira