Frásögn af útför Jóhanns Daníelssonar á Dalvík núna í desember kallaði á langmest viðbrögð á Svarfdælasýsli í ár og reyndar voru lesendur fréttarinnar fleiri en dæmi eru um frá því Sýslið var opnað á Vefnum. Flettingar (views) voru ríflega 37.400 á einum sólarhring, 6. desember.
Samkvæmt nýju yfirliti frá WordPress.com, sem hýsir Sýslið, voru gestir síðunnar frá 98 löndum á árinu 2015. Svarfdælasýsl er því orðið hálfgert útibú Sameinuðu þjóðanna.
Eftirfarandi fimm pistlar tróna á toppnum yfir fjölda gesta/lesenda árið 2015: