Brauðlist – listabrauð

Staðlað

Þekking í laufabrauðsfræðum hefur farsællega færst frá kynslóð til kynslóðar í stofni Jarðbúra á suðursvæði landsins. Það sannaðist um helgina og yngri deildin sýndi og sannaði að hún er fullfær um að leggja laufabrauðsjárn til hliðar og láta gamminn geysa listilega um kökurnar með hnífinn og listrænt hugmyndaflugið að vopni.

Jarðbúrar á sunnan heiða koma jafnan saman snemma á aðventu og skera laufabrauð til jóla. Samkoman í ár var óvenju seint til að Búradætur kæmust heim í tæka tíð frá Bandaríkjunum og Finnlandi.

Allt gekk þetta snurðulaust og hátíðlega fyrir sig. Það kryddaði svo tilveruna milli skurðar og steikingar að geta fagnað heimsmeistaratitli í handbolta kvenna með norska landsliðinu og Þóri þjálfara hinum selfysska.

Aðalatriðið er samt að staðfesta að yngri Jarðbrúar hafa náð miklum og góðum tökum á laufabrauðshandverkinu og ef fram fer sem horfir fara þeir líka að taka við steikingum. Eldi Búrar halda enn mjög fast í þann kafla verkefnisins, enda fylgir honum sú hefð að súpa á ákavíti af og til. Slíkt gefa menn ekki frá sér, allra síst á dögum þegar hægt er að skála norsku ákavíti fyrir norskum meistaratitli.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s