Loki en ekki lok

Staðlað

DSC02233Jólaveislur út og suður, ófærð á höfuðborgarsvæðinu, beinverkir, innantökur, upp- og niðurgangur, draugagangur, höfuðsullur, letikast, svefnsýki, föðursýki, móðursýki, bjóróþol, vínóþól, óþol gagnvart óþoli og ég veit ekki hvað.

Margir Sunnansvarfdælir báru allt þetta fyrir sig og enn fleira.

Þeir mættu ekki á Kaffi Loka föstudagskvöldið 4. desember og misstu af

  • unaðslegum fjölbreyttum og  ljúffengum jólaplatta Loka Group með dúndurafslætti
  • sérbrugguðu súkkulaðiöli frá Kalda
  • kjaftasögum frá Dalvík
  • lygasögum frá Dalvík
  • sönnum sögum frá Dalvík
  • sönnum sögum úr miðsveit Svarfaðardals
  • sönnum sögum um Vigdísi Hauks
  • hálfsönnun sögum úr Stjórnarráði Íslands
  • óstaðfestum sögum frá heilbrigðisráðherra lýðveldisins um fortíð sína og nútíð.

Hér verður ekkert haft eftir en þeir sem heima sátu verða að naga neglur  og rífa í hár sér fram á grafarbakkann og skref í viðbót, í það minnsta.

Séð og heyrt myndist seljast í tvöföldu upplagi ef þriðjungur þess sem rætt var á Loka í kvöld kæmi fyrir almenningssjónir í því mikla alþýðu- og menningarriti.

Sýslið er bundið trúnaði líkt og gildir um alla sem mættu í kvöld. Ykkur sem heima lúrið er nær.

Hið eina sem hafa má eftir er að Þórólfur Antons úr Lundi sigraði í spurningakeppninni sem Sindri Heimis skipulagði. Spurningarnar voru flestar í skepnuskaparstíl Útsvarsins en Þórólfi tókst samt að ná 15 stigum af 30 mögulegum og Svenni á Krossum (síkátur sjóari í landlegu) kom næstur með 14 stig.

Upp úr stendur að þetta var gott kvöld og sögult – inn á við. Þvílíkt söguflóð sem þeir fara á mis sem ekki mættu.

Heimasitjendur og jólaborðsflakkarar eru því  ekki viðræðuhæfir í samfélaginu næstu daga …

  • Haukur Sigvaldason tók myndirnar. Hann er gestaljósmyndari Sýslsins og fer létt með að skrásetja það sem sýna má frá Lokahófi kvöldsins – án hljóðs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s