Árið kvatt í Böggvistaðaranni

Staðlað

IMG_0130Við hæfi er að ljúka árinu á Sýslinu með myndasyrpu úr stórbrotinni, fjölmennri og góðmennri gamlársdagsveislu Ödda og Stínu (Ásgeirs Stefánssonar og Kristínar Alfreðsdóttur) í Grafarvogi í dag. Hann er Dalvíkingur af Böggvistaðakyni, hún er úr Hrísey. Það er því ekki svo að allir Hríseyringar hafi sett upp svip forðum og ekki viljað sameinast Dalvíkingum. Lesa meira

Helgason & Monroe, Grímsnes & krossgötur

Staðlað

IMG_9652Marilyn Monroe kynni örugglega vel að meta bleikan málarahatt Jósavins frá Másstöðum, mætti hún mæla. Þau hittust af tilviljun í blokkaríbúð Þroskahjálpar í miðborg Reykjavíkur laust fyrir jól. Hún á vegg, hann á gólfi.

Monroe er samt ekki málið heldur líf á eftirlaunum, smíðar, hrossarækt, kvikkstepp og væntanlegur sumarbústaður sem rís af grunni í Grímsnesinu sumarið 2016. Lesa meira

Bjór og rafmagn á jólanótt

Staðlað
Rannveig og Jón á Jarðbrú í stofu sinni á jólum.

Rannveig og Jón á Jarðbrú í stofu sinni á jólum. Ingibjörg til hægri og Atli Rúnar til vinstri.

(Minningarbrot frá Jarðbrú – birtust í DB blaðinu á Dalvík í desember 2015)

Rafmagn kom fyrst upp í hugann þegar Halldór Ingi ritstjóri bað mig að rifja eitthvað upp frá aðfangadagskvöldi á Jarðbrú.

Rafmagn! Við fengum það heimsent frá Laxárvirkjun árið um kring en hún var svo viðkvæm og veikburða í minningunni að á henni slokknaði jafnan þegar mest lá við í heimilishaldi eða við bústörfin. Þá þurfti að handmjólka kýr, virkja prímusa til matargerðar og kerti til lýsingar. Lesa meira

Jólafyrirburar og sandkryddað malbik

Staðlað
Haukur Már Hergeirsson í BYKO seldi mér jólastjörnu svo ég yrði maður með mönnum í blokkinni við Hrísalund.

Haukur Már Hergeirsson í BYKO seldi Sýslara jólastjörnu svo hann yrði maður með mönnum í blokkinni við Hrísalund.

(Forystugrein blaðs Kaupmannafélags Akureyrar og Athygli í desember 2015)

Gott er að dvelja um hríð á Akureyri í nóvembermánuði. Akureyringar eru jólafyrirburar og ræsa aðventuhreyflana þremur vikum fyrr en höfuðborgarbúar. Það er notalegt. Þegar ég kom í blokkaríbúðina blasti við ljósaskreyting í öllum gluggum í stigauppgangi og lýsandi gervitré í forstofu.

Ég fór beint í BYKO og keypti jólastjörnu til að hafa í eldhúsglugganum. Þá varð ég maður með mönnum við Hrísalund. Í hverfinu mínu fyrir sunnan bólaði hvergi á aðventu á sama tíma. Lesa meira

Brauðlist – listabrauð

Staðlað

Þekking í laufabrauðsfræðum hefur farsællega færst frá kynslóð til kynslóðar í stofni Jarðbúra á suðursvæði landsins. Það sannaðist um helgina og yngri deildin sýndi og sannaði að hún er fullfær um að leggja laufabrauðsjárn til hliðar og láta gamminn geysa listilega um kökurnar með hnífinn og listrænt hugmyndaflugið að vopni. Lesa meira

Loki en ekki lok

Staðlað

DSC02233Jólaveislur út og suður, ófærð á höfuðborgarsvæðinu, beinverkir, innantökur, upp- og niðurgangur, draugagangur, höfuðsullur, letikast, svefnsýki, föðursýki, móðursýki, bjóróþol, vínóþól, óþol gagnvart óþoli og ég veit ekki hvað.

Margir Sunnansvarfdælir báru allt þetta fyrir sig og enn fleira.

Lesa meira