Dalvíkurtréð skreytt og jólaklárt

Staðlað

IMG_9462Dekurtré Dalvíkinga í Heiðmörk var klætt í jólagallann við athöfn í dag. Brottfluttir Dalvíkingar og viðhengi þeirra í gönguhópnum Sporinu, líknarfélagi og saumaklúbbi, tóku þetta tiltekna tré í fóstur fyrir þó nokkrum árum og sjá um að fæða það og klæða.Tréð var lítið og ræfilslegt þegar Dalvíkingar tóku það í verndarfaðm sitt. Þá var það lægra en Haukur Sigvaldason, forseti Sporsins, sem er maður ekki hávaxinn. Eftir hrossaskítsveitingar og fleiri næringartrix lifnaði yfir trénu og nú hefur það vaxið öllum Dalvíkingum yfir höfuð, hvar í heimi sem búa. Það þarf stiga og loftfimleikamenn til að koma skrauti á efstu greinar og festa rauðu toppslaufuna. Guðrún Marinósdóttir prílaði manna mest í tröppum í dag, lofthrædd kona en kjarkmikil þegar mikið stendur til.

IMG_9453Sagnfræði er ekki sterkasta hlið Sporsins en ýmislegt bendir til að þetta sé í tíunda sinn sem Dalvíkurtré er skreytt í upphafi aðventu. Liðsmenn Sporsins ganga í Heiðmörk á laugardagsmorgnum árið um kring. Sérlega áhrifaríkt er að rölta fram hjá jólatrénu í upphafi aðventu til loka jóla. Handan þrettándans er tréð er afklætt hátíðarskrúðanum og verður venjulegt greni á ný, að svo miklu leyti sem dekurtré getið talist venjulegt.

Fjöldi fólks gengur og hleypur um stíga Heiðmerkur og kann vel að meta jólatréð. Menn velta því mjög fyrir sér hverjir standi í þessu skreytingafári ár eftir ár. Í dag áttu nokkrir Heiðmerkurfarar á gönguskíðum leið hjá skreytingarhópnum og stöldruðu við. Sporið var staðið að verki og fengu hlý orð fyrir tiltækið. Skíðahjón á göngu kváðust ætla að koma með barnabörnin í Heiðmörk og heiðra Dalvíkurtréð með heimsókn og nærveru. Svona eflir nú Sporið samskipti mannanna og þarf enga vinnusálfræðinga til.

  • Hríslur í grenndinni í sama rjóðri voru tileinkaðar Akureyringum og Hríseyingum í fyrra og Sporið spanderaði nokkrum kúlum á þær í virðingarskyni við eyfirska granna sína. Því var sleppt því í ár. Það var of skammt liðið frá því Akureyri sigraði Dalvíkurbyggð í Útsvari og á slíkum stundum taka sig líka dálítil sárindi yfir því að Hríseyingar vildu frekar sameinast Akureyri en Dalvík.
  • Of seint er að iðrast eftir dauðann en sú niðurstaða í atkvæðagreiðslu kostaði Hrísey til dæmis jólaskreytingu í Heiðmörk í dag. Gáum að því.
  • Eftir helgina verður Akureyringum og Hríseyingum fyrirgefið og lífið gengur sinn vanagang.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s