Mamma & Fjallkonan í mæðginateiti

Staðlað

Ingibjörg frá Tjörn áritar Fjallkonuna sína í útgáfuteitinu í dag.

Heimilislegt og býsna svarfdælskt andrúmsloft í bókabúð Máls & menningar í miðbæ Reykjavíkur síðdegis þegar Ingibjörg Hjartardóttir – Imba á Tjörn og Hugleikur sonur hennar Dagsson kynntu afurðir sínar á bókaverðtíð ársins.

Bækurnar sæta að sjálfsögðu tíðindum en ekki síður að mæðgin skuli efna til sameiginlegs útgáfuteitis!

Bók Hugleiks er sú fjórða í röðinni í myndasöguflokknum Endir. Hann er höfundur sögunnar og fjallar um nýjan heimsendi í öllum tilvikum í samvinnu við nýjan og nýjan teiknara. Pétur Antonsson teiknar sögu einstæðrar móður í nýju bókinni og gerir það af stakri snilld í hugleiksum anda.

Æskuvinkonurnar Imba frá Tjörn og Steinunn frá Másstöðum í teitininu í bókabúð Máls og menningar.

Imba sendir hér frá sér dramatíska skáldsögu með sterku sögulegu ívafi og laglega fléttuðu endatafli.

Heimskonan Ríkey kemur heim á æskustöðvarnar til að fylgja móður sinni til grafar í kirkjugarði þar sem faðir hennar hafði hvílt í hálfa öld eftir að hafa farist í snjóflóði. Ríkey var tíu ára þegar hún missti pabba sinn, sem jafnframt var í fararbroddi bænda í baráttu gegn virkjunarframkvæmdum í dalnum.

Augljóst er að höfundur sækir hugmyndir um drifkraftinn í sögunni að miklu leyti í atburði sem um hefur verið fjallað talsvert hér á þessu vettvangi undanfarið, snjóflóðaslysin í Skíðadal 1955. Imba sagði frá því í viðtali í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, 15. nóvember, að hugmyndin hefði kviknað þegar hún var tólf ára í Húsabakkaskóla. Með henni í herbergi í heimavistinni voru tvíburasystir Imbu, Sigrún – Didda á Tjörn og Steinunn Aldís Helgadóttir. Þær eru jafnaldrar og fóru eitt kvöldið að spjalla undir svefninn um föðurmissi Steinunnar í snjóflóði þegar hún var þriggja ára.

Í Fjallkonunni býr Ríkey á Völlum og á vinkonur í Kirkjubæ, tvíbura. Imba undirstrikar tenginguna með því að tileinka Steinunni frá Másstöðum bókina.

  • Fjallkonan er fjórða skáldsaga Imbu á Tjörn og útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til Þýskalands, þar sem bókin kemur út fljótlega á nýju ári.
Hugleikur Dagsson, Pétur Antonsson og Ingibjðrg Hjartardóttir með bækurnar sínar.

Hugleikur Dagsson, Pétur Antonsson og Ingibjörg Hjartardóttir með bækurnar sínar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s