Minningarathöfn um fórnarlömb snjóflóða í Svarfaðardal og Skíðadal tókst í alla staði vel og rúmlega það í Dalvíkurkirkju í dag. Yfir 150 manns sóttu athöfnina í kirkjunni og fjöldi íbúa á Dalbæ, heimili aldraðra, fylgdist með á sjónvarpsskjá í setustofunni sinni.
Hér eru svipmyndir frá samkomunni. upptaka af oktett svarfdælskra söngmanna flytja Svarfaðardalinn, texta Hjalta Haraldssonar í Ytra-Garðshorni við lag Guðmundar Óla Gunnarssonar söngstjóra og upptaka af ávarpi Steinunnar Aldísar Helgadóttur frá Másstöðum sem vakti mikla og verðskuldaða athygli. Faðir hennar lést í snjóflóði í Skíðadal 3. nóvember 1955.
- Ræða Atla Rúnars Halldórssonar í Dalvíkurkirkju.