Sigtryggur Guðjón Steingrímsson, bóndi á Hjaltastöðum í Skíðadal, gekk ásamt föður sínum kinda á húsi á eyðibýlinu Sælu skammt innar í dalnum á Þorláksmessu árið 1955. Hátíðar nálguðust. Á aðfangadag myndi hann fagna bæði jólum og þrítugsafmæli sínu. Það fór á annan veg. Guðjón fórst á heimleið frá gegningum. Enn eitt höggið af þessu tagi fyrir byggðarlagið á hálfu þriðja ári.
Atburðarins er minnst í frásögn sem birtist hér á tvennan hátt, annars vegar sem skjal til að fletta og lesa á tölvuskjá eða sem PDF-skjal til að prenta út, ef menn kjósa svo.
-
- Smellið á gagnstæðu örvarnar tvær á stikunni niðri til hægri svo skjalið stækki á skjánum. Flettið svo skjalinu með örvunum á lyklaborði tölvunnar!

Baksíða Morgunblaðsins 28. desember 1955.
Söfnunarlisti frá skógerðinni Iðunni á Akureyri.
Nöfn gefenda í söfnun í Iðunni á Akureyri.
Skilagrein söfnunar í Dalvikurhreppi vegna fjölskyldunnar á Hjaltastöðum.
Þakkarávarp birtist í Degi 18. janúar 1956.
Steingrímur auglýsti Hjaltastaði til sölu 25. janúar 1956, í sama mánuði og sonur hans var borinn til grafar. Ekki er vitað hvernig á auglýsingunni stóð.
Guðjón Steingrímsson á Hjaltastöðum. Ólafur Tryggvason á Ytra-Hvarfi tók myndina og gaf Elínu Guðjónsdóttur skömmu áður en hann féll frá.
María Arngrímsdóttir, fermingarmynd.
Guðjón með Jóhann, son sinn.
Guðjón í Sælugili. Á svipuðum slóðum brast undan honum snjóhengja á Þorláksmessu 1955 og hann lét lífið.
María í Sælugili.
María með Faxa.
Guðjón með Faxa.
Skarð í Glerárþorpi, heimili Maríu áður en hún flutti með Guðjóni í Hjaltastaði.
Arngrímur á Skarði, faðir Maríu á Hjaltastöðum.
Hjaltastaðir í Skíðadal. Íbúðarhúsið var rifið þegar María flutti með fjölskyldu sinni í Hreiðarsstaðakot 1962.
Nafnskírteini Guðjóns á Hjaltastöðum, undirritað af hreppstjóranum á Tjörn, Þórarni Kr. Eldjárn árið 1947.
Fremri röð frá vinstri: Sigurlaug Sesselja Sigurjónsdóttir (móðir Guðjóns), Steingrímur (faðir Guðjóns), Halldóra – Dóra (bjó á Hjaltastöðum). Aftari röð: Sigurður (föðurafi Guðjóns) og Guðjón Steingrímsson.
Dóra, Steingrímur og María á Hjaltastöðum. Framan við þau er sumardrengurinn Gísli Kristinn Lórenzson, alltaf kallaður Kristinn í sveitinni. Í bréfi til Sýslsins segir Gísli: „Ég get sagt þér að þarna var gott að vera. Þarna var ég í sex sumur og mér leið vel.“
Aftari röð frá vinstri: Rósmundur frá Miðbæ, Dóra á Hjaltastöðum, Guðjón og NN. Fremri röð frá vinstri: Steingrímur á Hjaltastöðum, Guðlaug í Uppsölum og Sigurlaug á Hjaltastöðum.
Steingrímur með Ellu, sonardóttur sína. Hjá honum eru Jónína systir hans, Ármann og Addi.
Jóhann Guðjónsson.
Jóhann Guðjónsson.
Jóhann á Hjaltastöðum (í neðri tröppu) og frændi hans Bragi. Sá síðarnefndi var systursonur Maríu.
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Þrjú af börnum Maríu og Guðjóns: Elín, Jóhann og Sumarrós.
Ella, heimalningurinn og Rósa á Hjaltastöðum.
Steingrímur á Hjaltastöðum og Rúna í Sælu, Guðrún Bergsdóttir. Rúna og Ingólfur Jóhannsson voru síðustu ábúendur í Sælu. Þau fluttu þaðan að Brúnagerði í Fnjóskadal 1948 og jörðin fór í eyði.
Steingrímur – Steini á Hjaltastöðum (trúlega) á merinni Bleik.
Sigurlaug á Hjaltastöðum, móðir Guðjóns.
Systkinamynd: Jónína í Sandgerði í Glerárþorpi og Steingrímur á Hjaltastöðum. Sandgerðishúsið er enn til á Akureyri og við það er Sandgerðisbót kennd.
María í norðurstofunni á Hjaltastöðum með sálmabók og hlýðir á sunnudagsmessuna í Ríkisútvarpinu!
Fermingarstúlkan Sumarrós – Rósa í Hreiðarsstaðakoti.
Elín – Ella í Hreiðarsstaðakoti uppáklædd!
Rósa prílar í tré á Hjaltastöðum.
Séra Stefán Snævarr við Urðakirkju með hóp svarfdælskra fermingarbarna sem fædd voru 1949. Fremst standa Halla á Urðum, Rikka í Koti og Ella í Hreiðarsstaðakoti.
Fermingarbarnahópur Rósu á Völlum. Guðrún á Þverá skotrar augum til ljósmyndarans (Jóhanns í Hreiðarsstaðakoti). Atla á Jarðbrú og Jóni á Klængshóli tókst að koma sér líka inn á myndina …
Rósa fermdist Völlum. Hún er fyrir miðri mynd í aftari röð.
Kirkjugestir við fermingu Rósu.
Kirkjugestir á Völlum, Anna ferðaþjónustubóndi á Klængshóli næst á myndinni til hægri.
Systurnar Dagmar og María Arngrímsdætur. Til vinstri sést Sigurður Eiðsson með Ófeig son sinn og sér á vanga Dóru frá Hjaltastöðum.
Jafngamlar „skáfrænkur“ en misháar! Eyrún Júlíusdóttir, Ingunn Guðjónsdóttir og Herborg Harðardóttir. Faðir Eyrúnar, fósturfaðir Ingibjargar og móðir Herborgar voru systkin.
Eyrún Júlíusdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Börn Maríu og Guðjóns á Hjaltastöðum: Ingibjörg, Sumarrós, Elín og Jóhann. Ingibjörg og Sumarrós búa á Akureyri og þar bjó Jóhann líka. Hann lést síðla árs 2012. Elín býr á Dalvík og í Hlíð í Skíðadal.
Líkar við:
Líka við Hleð...
Tengt efni
Þetta er nú allt mjög gott og mikilvægt. Og viðtalið við Gunnar í Dæli er dýrmætur bautasteinn yfir hann sjálfan. Sýnir að það voru fleiri en ástvinir sem þarna biðu áfall og máttu svo bera harm sinn í hljóði.