Harmafregn frá Hjaltastöðum á Þorláksmessu

Staðlað

Sigtryggur Guðjón Steingrímsson, bóndi á Hjaltastöðum í Skíðadal, gekk ásamt föður sínum kinda á húsi á eyðibýlinu Sælu skammt innar í dalnum á Þorláksmessu árið 1955. Hátíðar nálguðust. Á aðfangadag myndi hann  fagna bæði jólum og þrítugsafmæli sínu. Það fór á annan veg. Guðjón fórst á heimleið frá gegningum. Enn eitt höggið af þessu tagi fyrir byggðarlagið á hálfu þriðja ári.

Atburðarins er minnst í frásögn sem birtist hér á tvennan hátt, annars vegar sem skjal til að fletta og lesa á tölvuskjá eða sem PDF-skjal til að prenta út, ef menn kjósa svo. Lesa meira

Þúsundir fara á skeljarnar frammi fyrir Gesti Árskóg

Staðlað

Menn fara á skeljarnar fyrir framan Gest Jóhannes Árskóg oft á dag og hann lætur sér vel líka, enda er það lifibrauðið hans að koma sem flestum á skeljar. Það hefur nákvæmlega ekkert með bónorð og hjónaband að gera heldur hálku og ófærð.

Þekkt er að vísu að þungfært geti verið í hjónaböndum en þá dugar tæplega að skipta um dekk undir heimilisbílnum og láta við svo búið standa að öðru leyti. Lesa meira