Helgi Aðalsteinsson, bóndi á Másstöðum í Skíðadal, gekk til fjalls að leita kinda fyrir hádegi 3. nóvember 1955. Hann lenti í snjóflóði og kom ekki lífs til baka.
Atburðarins er minnst í frásögn sem birtist hér á tvennan hátt, annars vegar sem skjal til að fletta og lesa á tölvuskjá eða sem PDF-skjal til að prenta út ef menn kjósa svo.
-
- Smellið á gagnstæðu örvarnar tvær á stikunni niðri til hægri svo skjalið stækki á skjánum. Flettið svo skjalinu með örvunum á lyklaborði tölvunnar!

Helgi Aðalsteinsson.
Auglýsingin sem varð til þess að Ester og Helgi keyptu Másstaði.
Hjálparbeiðni frá Rauða krossinum birtist í dagblöðunum í Reykjavík og í blöðum á Akureyri í nóvember 1955.
Forsíða Dags á Akureyri 9. nóvember 1955.
Ákall sem birtist í Tímanum 22. nóvember 1955.
Akureyrarblöðin birtu þessa grein í janúar 1956. FK gæti verið Friðjón Kristinsson á Dalvík.
Þakkarávarp í Degi 23. nóvember 1955.
Helgi og Ester. Myndin trúlega tekin skömmu eftir að þau flutti í Másstaði.
Heyskapur á Másstöðum. Helgi bóndi er næstur á myndinni.
Bræðurnir Helgi á Másstöðum (liggjandi framan við hópinn) og Hermann á Klængshóli með Eirík, Rósu og Jósavin. Myndin trúlega tekin sumarið 1951.
Helgi með synina tvo, Eirík og Jósavin.
Másstaðasystkin. Eiríkur, Rósa og Jósavin í efri röð, Steinunn og Ingibjörg framan við.
Rósa.
Jósavin.
Jósavin.
Ester á dráttarvélinni, dæturnar Steinunn og Ingibjörg standa aftan á.
Eiríkur dregur ávinnsluherfi um tún.
Eiríkur flytur hey í hlöðu.
Fermingarbræður í Skíðadal: Kristján Sigvaldason á Klængshóli, Jósavin á Másstöðum og Hilmar Gunnarsson í Dæli.
Ester með Kinnu.
Ljómalind frá Másstöðum næstnythæsta kýr á Íslandi 1960.
Kostagripurinn Ljómalind á Másstöðum, næstafurðabesta kýr á Íslandi árið 1960.
Skíðadalsdrottningar, grannar og vinkonur: Kristín Óskarsdóttir í Dæli, Ester á Másstöðum, Erna Kristjánsdóttir á Hnjúki, Þórdís Rögnvaldsdóttir á Þverá og Jónína Kristjánsdóttir á Klængshóli.
Fjölskyldumynd í tilefni af áttræðisafmæli Esterar 26. ágúst 2005. Hún lést 4. október á sama ári. Systkinin frá vinstri: Rósa, Ingibjörg, Eiríkur, Jósavin og Steinunn. Við hlið Esterar stendur sambýlismaður hennar á Akureyri frá 1975, Sophonías Jósepsson.
Líkar við:
Líka við Hleð...
Tengt efni