Mamma & Fjallkonan í mæðginateiti

Staðlað

Ingibjörg frá Tjörn áritar Fjallkonuna sína í útgáfuteitinu í dag.

Heimilislegt og býsna svarfdælskt andrúmsloft í bókabúð Máls & menningar í miðbæ Reykjavíkur síðdegis þegar Ingibjörg Hjartardóttir – Imba á Tjörn og Hugleikur sonur hennar Dagsson kynntu afurðir sínar á bókaverðtíð ársins.

Bækurnar sæta að sjálfsögðu tíðindum en ekki síður að mæðgin skuli efna til sameiginlegs útgáfuteitis! Lesa meira

Þéttsetin Dalvíkurkirkja minntist fórnarlamba snjóflóða

Staðlað
Petrína Ágústsdóttir frá Auðnum skráir nafn sitt í gestabókina.

Petrína Ágústsdóttir frá Auðnum skráir nafn sitt í gestabókina.

Minningarathöfn um fórnarlömb snjóflóða í Svarfaðardal og Skíðadal tókst í alla staði vel og rúmlega það í Dalvíkurkirkju í dag. Yfir 150 manns sóttu athöfnina í kirkjunni og fjöldi íbúa á Dalbæ, heimili aldraðra, fylgdist með á sjónvarpsskjá í setustofunni sinni. Lesa meira

Rósa og ræturnar

Staðlað

María Arngrímsdóttir frá Hjaltastöðum/Hreiðarsstaðakoti var fædd og uppalinn í Skarði, torfbæ í Glerárþorpi sem rifinn var á árinu 1959. Við bæinn er gatan Skarðshlíð kennd.

Rósa Guðjónsdóttir fylgdi Sýslinu um Þorpið og vitjaði róta sinna.

Lesa meira

Harmafregn frá Hjaltastöðum á Þorláksmessu

Staðlað

Sigtryggur Guðjón Steingrímsson, bóndi á Hjaltastöðum í Skíðadal, gekk ásamt föður sínum kinda á húsi á eyðibýlinu Sælu skammt innar í dalnum á Þorláksmessu árið 1955. Hátíðar nálguðust. Á aðfangadag myndi hann  fagna bæði jólum og þrítugsafmæli sínu. Það fór á annan veg. Guðjón fórst á heimleið frá gegningum. Enn eitt höggið af þessu tagi fyrir byggðarlagið á hálfu þriðja ári.

Atburðarins er minnst í frásögn sem birtist hér á tvennan hátt, annars vegar sem skjal til að fletta og lesa á tölvuskjá eða sem PDF-skjal til að prenta út, ef menn kjósa svo. Lesa meira

Þúsundir fara á skeljarnar frammi fyrir Gesti Árskóg

Staðlað

Menn fara á skeljarnar fyrir framan Gest Jóhannes Árskóg oft á dag og hann lætur sér vel líka, enda er það lifibrauðið hans að koma sem flestum á skeljar. Það hefur nákvæmlega ekkert með bónorð og hjónaband að gera heldur hálku og ófærð.

Þekkt er að vísu að þungfært geti verið í hjónaböndum en þá dugar tæplega að skipta um dekk undir heimilisbílnum og láta við svo búið standa að öðru leyti. Lesa meira

Sextíu ár frá því Helgi á Másstöðum fórst í snjóflóði

Staðlað

Pabbi Helgi158 copyHelgi Aðalsteinsson, bóndi á Másstöðum í Skíðadal, gekk til fjalls að leita kinda fyrir hádegi 3. nóvember 1955. Hann lenti í snjóflóði og kom ekki lífs til baka.

Atburðarins er minnst í frásögn sem birtist hér á tvennan hátt, annars vegar sem skjal til að fletta og lesa á tölvuskjá eða sem PDF-skjal til að prenta út ef menn kjósa svo. Lesa meira