Þess verður minnst núna í nóvember að liðin eru sex áratugir frá því bændurnir á Másstöðum og Hjaltastöðum í Skíðadal fórust í snjóflóðum.
Athöfn verður í Dalvíkurkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 11 til minningar um þá og einnig um fórnarlömb snjóflóðs sem féll á Auðnir í Svarfaðardal hálfu þriðja ári áður.
Hér á Svarfdælasýsli verður af því tilefni birt ítarleg frásögn af aðdraganda slyssins, afleiðingum þess og áhrifum, á þriðjudaginn kemur, 3. nóvember. Stuðst er við munnlegar og skriflegar heimildir sem ekki fyrr hafa litið dagsins ljós á opinberum vettvangi.
Frásögn af aðdraganda þess slyss, afleiðingum þess og áhrifum verður birt hér á Sýslinu á næstkomandi laugardag, 7. nóvember.
Auðnaslysið 1953
Á föstudaginn langa, 3. apríl 1953, eyddi gríðarlega stórt snjóflóð bænum Auðnum í Svarfaðardal. Flóðið rústaði öll hús og svipti tvo heimamenn lífinu, Ágúst Jónsson bónda og Rannveigu Valdimarsdóttur, tengdadóttur hans.
Úr flóðinu björguðust eiginkona Ágústs og sonur, Snjólaug Flóventsdóttir og Jón Ágústsson, unnusti Rannveigar.
Fjallað var um Auðnaslysið á sínum tíma hér á þessum vettvangi, í tilefni þess að sextíu ár voru liðin frá þessum skelfilega atburði. Þar tjáði sig Petrína Ágústsdóttir frá Auðnum um slysið og sárar minningar sínar frá þessum tíma. Það hafði hún aldrei fyrr gert opinberlega.
Til er langt útvarpsviðtal við Friðbjörn Zohoníasson, bónda á Hóli, þann sem fyrstur kom að Auðnum eftir að flóðið féll. Friðbjörn segir einstaklega vel og skilmerkilega frá, viðtalið er því ómetanleg heimild um slysið.