Lögga, grúskari, söngfugl og spaugari frá Völlum

Staðlað

IMG_1812Hann heillaðist af söngnum og stúderaði sveitunga sína við messur í Vallakirkju, gerðist kennari unglinga og verðandi lögregluþjóna, grúskar, skrifar og smíðar.

Umræðuefni skortir ekki þegar tekið er hús á Gunnlaugi V. Snævarr – Gulla Valda, prestsyni frá Völlum í Svarfaðardal. Lesa meira

Sveitapiltsins draumur rættist í Kántrílandinu

Staðlað

Það leiddi nokkurn veginn af sjálfu sér að sonur Jóhanns Daníelssonar, stórsöngvara frá Syðra-Garðshorni, yrði tónlistarmaður þegar hann yrði stór en trúlega hefur móðir pjakksins plægt líka framtíðarakur hans svo um munaði. Sissa (Gíslína Hlíf Gísladóttir) hélt nefnilega mikið upp á helstu hetjur bandarískrar sveitatónlistar – kántrí, setti plöturnar þeirra á fóninn og söng með. Tónauppeldið og genin urðu vegarnesti Gísla Jóhannssonar út í heim. Sveitapilturinn býr í sveitasöngvaborginni Nashville. Lesa meira

Samtök Svarfdælinga í baksýnisspegli – I

Staðlað
Árshátíðin 1982

Árshátíðin 1982

Svarfdælingasamtökin í Reykjavík samþykktu á aðalfundi sínum 6. febrúar 1986 að gefa safnahúsinu Hvoli á Dalvík 100 þúsund krónur til minningar um stofnendur sína, Gísla Kristjánsson, Kristján Eldjárn og Snorra Sigfússon. Þetta var skráð í fyrstu færslu einu fundargerðarbókar félagsins sem varðveist hefur. Lesa meira