Enginn aukabónus í eilífðinni út á svarfdælskan uppruna

Staðlað

„Ég tengi dulræna hæfileika mína við móðurættina og Svarfaðardal. Norðlendingar eru yfirleitt dulrænir, opnir og næmir. Það á ekki síst við um Skagfirðinga en líka Eyfirðinga og Þingeyinga,“ segir Þórhallur Guðmundsson.

Snjólaug amma frá Skáldalæk uppgötvaði snemma að dóttursonurinn sæi og heyrði fleira en fólk flest.

Þórhallur leitaði síðar fyrir sér á vinnumarkaði sem kokkur, þjónn og bankamaður en endaði sem miðill í fullu starfi.  Lesa meira

Ferðin frá Sigurhæðum

Staðlað

reynald 2„Ég þarf á því að halda að fara til Dalvíkur minnst einu sinni á ári til að hitta ættingja og vini og draga svarfdælskt súrefni ofan í lungun, nú síðast fyrir fáeinum dögum.

Við ætluðum reyndar að vera ögn lengur en ákváðum að forða okkur suður þegar út var komið að morgni dags í rok, rigningu og innan við þriggja stiga hita.

Það var einum of, meira að segja í Svarfaðardal!“ Lesa meira

Flóamarkaður, laufabrauð á þorra, hjartabíll og forseti lýðveldisins

Staðlað

Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni efndu til fyrsta flóamarkaðar á Íslandi. Þau lögðu líka lýðveldinu til forsetaefni árið 1968. Það leika ekki önnur átthagafélög eftir. Björk Guðjónsdóttir frá Skáldalæk gekk snemma til liðs við samtökin. Hún var í forystusveit þeirra um árabil og formaður stjórnar um hríð. Lesa meira