Ráðgjöfum með svarfdælskar rætur falið að koma skikki á skólakerfið í Rúmeníu

Staðlað
Sigrún Hjartardóttir t.v. og Ásgerður Ólafsdóttir með CAT-kassann og köttinn Lísu, sem reyndar er svarfdælsk - ættuð frá Tjörn eins og Sigrún!

Sigrún Hjartardóttir t.v. og Ásgerður Ólafsdóttir með CAT-kassann og köttinn Lísu, sem reyndar er svarfdælsk – ættuð frá Tjörn eins og Sigrún!

Stuðningur og starf með einhverfum í íslenska grunnskólakerfinu vekur athygli út fyrir landsteinana. Stjórnvöld í Rúmeníu ákváðu að leita ráða á Íslandi til byggja upp kennslukerfi fyrir einhverf börn þar í landi þar. Þar yrði ekki síst horft til minnihlutahópsins Rómana eða Rómafólks.

Ásgerður Ólafsdóttir og Sigrún Hjartardóttir eru komnar í útrás á vegum ráðgjafarfyrirtækis sem þær stofnuðu árið 2001 og hafa rekið síðan þá. Lesa meira

Siglósíldin reyndist of stór biti fyrir svarfdælskt kok

Staðlað
Sigurlið Eyjamanna fagnar í leikslok í kvöld.

Sigurlið Eyjamanna fagnar í leikslok í kvöld.

Lið Svarfælinga/Dalvíkinga hafnaði í fjórða sæti í úrslitarimmu spurningakeppni átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu í Breiðfirðingabúð í kvöld.

Siglfirðingar sigruðu okkar fólk í undanúrslitum en töpuðu svo naumlega fyrir Eyjamönnum í úrslitakeppninni. Lesa meira

Dýrfirðingar slegnir út á marklínu

Staðlað

IMG_8222Það er hvorki fyrir hjartveika né sérlega viðkvæma að fylgja liði Svarfdælinga & Dalvíkinga að málum í spurningakeppni átthagafélaga í Reykjavík á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Okkar fólk var undir allan tímann í harðri rimmu við Dýrfirðinga í kvöld en krækti í öll stigin í lokaspurningunni og tryggðu sér jafnframt sæti í undanúrslitum! Lesa meira