Sunnansvarfdælingar blótuðu og blótuðu …

Staðlað

Þorrablót Sunnansvarfdælinga tókst með miklu ágætum í Fáksheimilinu í Víðidal. Það er reyndar þorrablótsnefndinni umhugsunarefni að aðeins hafi tekist að höfða til um 90 manns með þessari samkomu en þannig er það nú bara. Þeir sem á annað borð komu hurfu í það minnsta kosti glaðir á braut.

Allir skemmtikraftar voru gegnheilir Svarfdælingar, skárra væri nú að leita þyrfti út fyrir þeirra raðir. Hjálmar Hjálmarsson leikari fór á kostum í veislustjórninni og sýndi á sér nýja hlið með því að setjast við píanóið og spila og syngja með Sindra Heimisson liggjandi í hvíldarstól sér við hlið, í stellingum sem tíðkast í heimsókn hjá sálfræðingum í skrípamyndum.

Þórólfur Antonsson, fiskifræðingur og veitingahaldari í Loka, flutti eftirminnilegt minni Svarfaðardals og Dalvíkur og staldraði sérstaklega við prakkastrik og hverfisbardaga dalvískra drengja þegar hann var pjakkur sjálfur. Gestir urðu margs vísari, meðal annars að núverandi Kristján Þór heilbrigðisráðherra hefur á afrekaskrá sinni að hafa blóðgað sveitunga sinn með sverði. Stebbi Björns fékk spjót í ristina og þurfti að láta af bardaga sem þá stóð yfir. Hann var fyrsti Svarfdælingur frá því á landnámi sem var særður með spjóti í átökum á heimavígvelli.

Ari Eldjárn kom, sá og sigraði að vanda. Hann er ótrúlegur og afgreiðir margar samkomur á einu kvöldi. Koma á hlaupum af einni og fór á hlaupum á næstu. Drengurinn sá er svo fyndinn að hann gæti örugglega fengið gesti í þéttskipuðu líkhúsi til að reka upp hláturrokur. Hann hefur bara aldrei prófað.

Síðast en ekki síst ber að nefna Svarfdælabandið sem vakti verðskuldaða lukku og hlýtur að enda í plötuupptöku fyrr en síðar. Nú var kynntur til sögunnar trommari af Ytragarðshornskyni, Halldór Lárusson. Þar með er bandið orðið gegnheilt og genetískt svarfdælskt.

Lýsing í texta á þessari samkomu duga skammt. Ljósmyndirnar segja öllu meira, til dæmis um þorratrogin sem sum hver voru sem listaverk á að líta …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s