Göngugarpur frá Dalvík ráðinn umsjónarmaður á Bessastöðum

Staðlað
inngangsmynd

Umsjónarmaðurinn vígalegur í göngugallanum á Látraströnd við Eyjafjörð.

Nýr umsjónarmaður fasteigna forsetaembættisins komst að því á dögunum að steindur gluggi á stafni Bessastaðakirkju, sjálft skjaldarmerki lýðveldisins, hefði ekki verið upplýstur svo áratugum skipti. Hann kippti því snarlega í liðinn og nú sést til ferðafólks undir kirkjuveggnum að festa sér ljósmyndir af glugganum glæsilega.

Umsjónarmaðurinn er Dalvíkingurinn Friðbjörn Beck Möller Baldursson. Lesa meira

Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir Hundi í óskilum

Staðlað

litilSýning Öldin okkar í Borgarleikhúsinu fær þvílíkt hól leikhúsgagnrýnenda að langminnugir kannast ekki við neitt sambærilegt í háa herrans tíð, ef þeir þá minnast einhverrar hliðstæðu yfirleitt.

Hundur í óskilum fylgdi velgengni sinni með Sögu þjóðar eftir með nýju sýningunni, Öldinni okkar. Ef að líkum lætur verða Eiríkur og Hjöri í óskilum á svölum leikhússins um hverja helgi til vors og lengur. Boðað er framhald sýningarhalds þeirra þar í haust. Lesa meira