Nýr umsjónarmaður fasteigna forsetaembættisins komst að því á dögunum að steindur gluggi á stafni Bessastaðakirkju, sjálft skjaldarmerki lýðveldisins, hefði ekki verið upplýstur svo áratugum skipti. Hann kippti því snarlega í liðinn og nú sést til ferðafólks undir kirkjuveggnum að festa sér ljósmyndir af glugganum glæsilega.
Umsjónarmaðurinn er Dalvíkingurinn Friðbjörn Beck Möller Baldursson. Lesa meira