Garðshyrningur í austurvegi

Staðlað

IMG_2701Okkar maður í Moskvu býr við þann lúxus að geta, ef honum sýnist svo, fagnað jólum í tvígang og áramótum í þrígang, þökk sé tímamuni og deildaskiptum trúarbrögðum.

Hann fylgist með Rússum kveðja gamla árið með flugeldasýningu við Kreml og horfir svo á gömlu skaupin hans Flosa Ólafs á YouTube.

Albert Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, á ættir að rekja að Hnjúki og var sumar eftir sumar í sveit í Ytra-Garðshorni. Lesa meira

Sýslið rýnir í eigin 2014-nafla

Staðlað
img_5227 2

Gleði á Tungurétt. Ingi Baldvinsson á Bakka og Ásdís Pálmadóttir frá Odda. Hún flutti frá Dalvík til Ólafsfjarðar, hann flutti frá Ólafsfirði í Svarfaðardal.

Þorrablót á Rimum, svarfdælskur mars á Þinghúsinu 1980 og viðtal við Sigríði Jódísi Gunnarsdóttur, verslunarstjóra í Sautján í Kringlunni, fangaði athygli flestra lesvina Sýslsins af því efni sem birtist hér á árinu 2014. Sýslið rataði á tölvuskjái ótrúlega víða um veröldina á árinu. Skráðar er heimsóknir frá 75 ríkjum, langflestar að sjálfsögðu frá Íslandi. Lesa meira

Sigurður á eða í Brautarhóli?

Staðlað
Brautarholl-okt-20015

Brautarhóll í október 2005. Mynd: SÁÞ

Býr Sigurður í Brautarhóli eða á Brautarhóli? Áleitin spurning kviknaði eftir að viðtal birtist hér á Sýslinu um jólin við séra Sigurð Árna Þórðarson Hallgrímskirkjuprest af Brautarhólskyni. Skrifar Sýslsins, fæddur og uppalinn vestan Svarfaðardalsár, skrifaði „í Brautarhóli“ en viðmælandinn kannaðist ekki við annað en forsetninguna á framan við Brautarhól. Þetta kallar á meiri pælingar í forsetningum,  bæjarnöfnum og málvenju í Dalnum.

Lesa meira

Siggi Árni á Brautarhóli – nýr sóknarprestur í Hallgrímskirkju

Staðlað

IMG_6609Nýr prestur í Hallgrímskirkju var sautján sumur í sveit í Svarfaðardal. Hann kom að sunnan beint í sauðburð úr vorprófum og fór ekki suður aftur fyrr en að loknum skítmokstri og öðrum haustverkum. Það á vel við í aðdraganda jóla að taka séra Sigurð Árna Þórðarson frá Brautarhóli tali í Svarfdælasýsli. Lesa meira

Skötumessa Sporsins í ranni Loka Laufeyjarsonar

Staðlað

Þórólfur Antonsson, vert á Kaffi Loka á Skólavörðuholti, er með það í genunum að föndra með fisk. Toni, faðir hans, var snar í snúningum í fiskbúðinni á Dalvík forðum og sonurinn var líka afskaplega handfljótur og sannfærandi í skötusuðunni í dag.

Lesa meira

Upphitun í Hörpu fyrir Fríkirkjutónleikana

Staðlað

IMG_7243Vatnsleka í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu var lýst í morgun með svo dramatísku orðfæri í Bylgjufréttum að búast mátti við því að mæta varðskipi á siglingu í kjallara hússins í kvöld. Þar var hins vegar ekki svo mikið sem krókabátur og hreinlega ekki dropi vatns á gólfi.

Um kjallarann bárust himneskir tónar. Kristjana Arngríms á Tjörn og áhöfn hennar æfðu fyrir Fríkirkjutónleikana annað kvöld, 17. desember. Lesa meira

Við stýrið í brú flaggskips klæða og tísku

Staðlað

litilSigríður Jódís Gunnarsdóttir tók í mars 2014 við starfi verslunarstjóra í kvennadeild Gallerí 17, flaggskipi viðskiptaveldis sem Svava Johansen lagði grunn að á sínum tíma. Sigríður Jódís auglýsir sjálf vörurnar í versluninni. Síðast en ekki síst er hún alveg augljóslega ættuð úr Ytra-Garðshorni. Lesa meira