Promens braut blað í jólaskreytingum

Staðlað

IMG_2872Það er ekki af Dalvíkingum skafið. Útsendurum iðnaðarrisans Promens tókst að vekja verðskuldaða athygli á sér og framleiðslunni á sjávarútvegsráðstefnunni, sem lauk í Reykjavík í dag. Ekki síður vakti athygli ný tískulína Promens í skreytingu jólatrjáa. Sú mun vafalaust breiðast hratt um höfuðborgarsvæðið ef vel verður haldið á spöðum.

IMG_2875Promens fór nálægt því að stela jólunum eins og Trölli forðum með því að skreyta jólatré í anddyri Grandhótels Reykjavík, við hliðina á kynningarstandi fyrirtækisins á sjávarútvegsráðstefnunni. Promensmenn fóru í jólagírinn án þess að depla auga þótt enn sé spölur í aðventuna sunnan og norðan heiða, að því best er vitað.

Ljósin á grenitrénu voru raðtengd USB-fjöltengi fyrir tölvur, merkt vörumerkinu góðkunna, Sæplasti. Þetta var hugdetta Hólmars Svanssonar, sölu- og markaðsstjóra, og svínvirkaði.

er

Arnar Snorrason frá Promens; Hilmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri iTUB og Hólmar Svansson frá Promens. Hvað er egg og hvað er hæna?  Hilmar sagði Sýslara að Promens væri í raun jaðarstarfsemi iTUB. Ýmislegt bendir til að það sé orðum aukið. Hilmar er ekki venjulegt eintak manns, enda afkomandi Jonna á Sigurhæðum.

Margir ráðstefnugestir voru komnir í síðari hálfleik æviskeiðsins. Þá daprast gjarnan sjón. Menn sáu grilla í einhvern texta á lýsandi jólakúlum grenitrésins og gengu að kynningarstandi Promens til að rýna betur í skreytinguna og áletrunina. Það var einmitt markaðsgildran sem þeir gengu í sjálfviljugir og glaðbeitt. Þar með voru þeir fastir í kynningartrolli Promens og engin leið til baka nema rækilega fóðraðir með upplýsingum starfsemi og framleiðslu Promens.

Menn fengu líka á sama stað að kynnast starfsemi iTUB, fyrirtæki sem Promens er hluthafi í og hefur það hlutverk að leigja út fiskiker (að sjálfsögðu Sæplastsvörur). iTUB er starfrækt í Noregi en fer senn að slá um sig á Íslandi líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s