Gangnasýsl III: Tungurétt

Staðlað

IMG_5227Tungurétt Svarfdælinga er endurborin og endurvígð. Hún var steypt upp og snurfusuð. Fyrstu ærnar komu í hana núna á sunnudaginn og lömbin með, flest á leið inn í eilífðina en önnur verða sett á vetur og mæta á ný að hausti 2015. Séra Magnús vígði og gangnamannakórinn söng. Það var hátíð manna í almenningnum. Lömb jörmuðu hins vegar sáran. Þeim drepleiddist tilstandið, alveg bókstaflega.

Blíðviðrið í Dalnum um helgina setti að sjálfsögðu svip sinn á mannlíf í Tungurétt. Það var setið og legið um alla móa. Kaffiskúrinn var troðfullur stafna á milli allan tímann og kvenfélagskonur áttu fullt í fangi með að stafla á kökuföt og telja seðla. Þær ætla í vísindaferð til Írlands í haust en þénuðu svo mikið um helgina að heimsreisa er nú komin á dagskrá, með því skilyrði samt að þær komist heim fyrir þorrablót.

Réttardagurinn var óvenjulegur framan af. Fé var rekið til réttar og enginn mátti draga í dilka fyrr en að vígsluathöfn lokinni. Sylvía Ósk á Ingvörum, réttarstjórinn sjálfur, fjallaði um sögu réttarinnar allt frá 1923, sóknarpresturinn blessaði mannvirkið og samkomuna og gangnamenn fluttu sérortan brag eftir Þórarinn unga frá Tjörn í tilefni dagsins.

Svo varð þetta hefðbundara og fyrirsjáanlegra og réttin stóð fyrir sínu. Þar er heldur ekki tjaldað til einnar nætur heldur heillar aldar hið minnsta, rétt eins og þegar Tungurétt var reist á sínum tíma.

Ein athugasemd við “Gangnasýsl III: Tungurétt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s