Tungurétt Svarfdælinga er endurborin og endurvígð. Hún var steypt upp og snurfusuð. Fyrstu ærnar komu í hana núna á sunnudaginn og lömbin með, flest á leið inn í eilífðina en önnur verða sett á vetur og mæta á ný að hausti 2015. Séra Magnús vígði og gangnamannakórinn söng. Það var hátíð manna í almenningnum. Lömb jörmuðu hins vegar sáran. Þeim drepleiddist tilstandið, alveg bókstaflega. Lesa meira
Dagur: 15.9.2014
Gangnasýsl II: Stekkjarhús
StaðlaðLaugardagkvöld 13. september kl. 19:30. Sýslari mættur í Stekkjarhús, aðsetur gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal. Yngsta kynslóð gangamanna situr á skrafi í hálfum hljóðum og gutlar öl í baukum hér og þar. Þeir eldri og virðulegu hvílast. Drög að svefndrunum berast ofan af háalofti. Þau eru á sinn hátt logn á undan stormi. Lesa meira
Gangnasýsl I: Hofsárrétt
StaðlaðGöngur á Hofsársdal í ár einkenndust af markvissu og árangursríku striti sauðfjárins við halda líftóru og frelsi til fjalla. Réttarhald í Hofsárhreppi hófst því síðar en skyldi á laugardaginn en á sama tíma náðu gangnamenn áhugaverðum árangri í fjölskylduleiknum tapað-fundið. Lesa meira